Sunday, September 25, 2011

jibbí kóla kóla

jæja þá er ég buinn að vera hér í Arlebosc i 3 vikur og það er búið að vera rosa stuð :D..

á föstudeginum fyrir viku þá fór ég í íþróttir og tók þátt og það var svo erfitt vá  og eftir íþróttir þá fær maður ekki að fara í sturtu maður þarf bara að vera sveittur og ógeðslegur restina af deginnum og við tegjum ekki á eftir tíman heldiur........maður þarf sko að taka þátt í íþróttunum hér og ég er í hlaupi núna næstu 2 mánuðina sem mér finnst ekki gaman :D heh
PS við förum með rútu á einhvern íþróttavöll  til að hlaupa og þegar við vorum að fara til baka var ég seinust í rútuna og kennarinn bara drífðu þig og ég var nú að labba eins hratt og ég gat og þegar ég kom í rútuna var bara starað á mig aahah það var óþæginlegt .. :/

helgina eftir það gerði ég rosa lítið en ég vaknaði semsagt á laugardeginum og það var versti dagurinn útaf því að ég var með hausverk og mér var illt i maganum og ég gubbaði sem gerði byrjunina af deginum ekkert frábæra en isabelle spurði mig hvort það væri i lagi með mig og ég sagði henni hvað var að og hun reddaði mér verkjalifum og smá lúr seinna leið mér muuuun betur :D ég gerði ekkert meira þann dag nema ég fór á skype með mömmu og pabba og gunnhildi það var rosa gaman að tala við þau....:) á sunnudaginn gerði ég ekkert spes var eiginlega bara i tölvunni minnir mig ehe :D

Skólinn í þessari seinustu viku var rosa skemmtó útaf nuna er ég að ná samhengi í einhverjum umræðum og ég reini að læra eithvað i frönsku alla daga þó að allt sem ég heiri fer í gegnum hausinn minn og ég gleymi öllu hah :(. en í vikunni kinntist ég líka fleiri krökkum sem voru rosalega skemmtilegir en það er rosa hópa skipt i skólanum þannig að þessir krakkar eru ekkert mikið með krökkunum sem ég er með en það stoppar mig ekkert :D..

í vikunni  þá var ég að fara i skólann og var alveg að koma og ég var að labba framhjá strætóstöðinni .. þá var ég að labba framhjá einhverjum strákum og allt í einu pikkar einn þeirra i mig og segir eithvað við mig á frönsku og ég segi bara je ne parle francais..(ég tala ekki frönsku) og þá fara þeir allir að skelli hlægja og ég bara shitt hvað sagði ég vitlaust :/.... og þá byrjaði einn þeirra á enksukunnáttunni sinni bara I love you, you have a nice ass, i got a big dick o.s.f og ég bara vissi ekkert hvað ég átti að halda haha en ég  hélt bara áfram að labba í skólan en þeir aðra átt en alltí einu heiri ég öskrað I LOVE YOU  og mér fannst það bara finndið ahah :D..

Á fimmtudaginn var ég í ítölsku sem ég er ekki með mörgum sem ég þekki í  þannig að þegar að það komu svona frímínótur var ég semi ein.. en svo labbaði ég frammhjá einhverjum krökkum úr ítölskutímanum og þau byrjuðu bara að tala við mig og spurja mig hvað ég væri lengi i frakklandi og svo kom ein strákur og spir mig hvernig mér líkar við strákana i frakklandi og ég sagði þeir eru fínir.. svo er spurt mig hvernig mer finnst um stákinn sem spurði mig....já hann er ekkert ljótur hah og svo segir hann  fynst þér gaman á diskó og ég svaraði játandi síðan segir hann bara að við verðum að fara saman á diskó að dansa og ég bara endilega hví ekki ahah :D .....  svo fór ég i annan íþróttatíman á föstudeginum og kennarinn skammaði mig fyrir að vera ekki buinn að kaupa ienhverja skó (sem eru btw i pósti  ) og ég sagði honum það en hann var samt ekki með góðan tón í röddini  en eftir á þá var aðeins teigt á  sem betur fer :D

á laugardaginn vaknaði ég og fór í tölvunna og þá bauð laurine (sys ) mér með í partý um kvöldið með vinum sínum og ég tók bara vel í það og sagði bara endilega.. svo um kvoldið þegar ég var að gera mig til hugsaði ég mikið um hvaða fötum ég ætti eiginlega að fara í og ég skipti rosa oft um ahha :D.. en svo lögðum við af stað (partýið var í Lamastre sem er 20 mín í burtu ).
Það var rosa gaman í partýinu og síðan bökuðu stelpurnar sem áttu heima þarna crêpes og við fengum þannig með nuttela sem var rosa gott og líka með skinku og ost.. svo kl svona hálf eitt þá fórum við á einhvern klúbb að dansa en það var rosa gaman samt pínu skrítið útaf það var enginn þar þannig að þetta vorum eiginlega bara við að dansa sem var bara finndið haha þannig að það var rosa gaman.
í dag (sunn) vaknaði ég frekar seint og fór strax i hádegismat en svo  kl 4 fórum við í kaffi til bróðir isabelle sem  var rosa gaman og ég var að útskýra hvernig menntaskóli virkar þeim fannst það rosa flókið en annars skildi ég ekkert hvað þau voru að tala um þannig að ég fékk mér bara blýannt og blað og krotaði ahha :D ...

random dót...

- í húsum hérna í frakklandi er sér klósettherbergi og sér baðherbergi með vask og sturtu.
- Það er allt útí skordýrum sem ég hef aldrey áður séð .. ;(
- ég er buinn að sjá 18 eðlur ... já ég er að telja hah
-vegirnir hérna eru bara beygjur eignlega og ég er frekar rútuhrædd en  þetta er að koma til en ég er roossa stressuð yfir því að taka ''dauða rútuna'' á veturnar eða þegar er hálka :/...
-frakkar elska nuttela og borða miiiiikið af því ahah ..
- ostarnir hér eru margir rosa góðir en sumir aðeins of sterkir fyrir mig ehhe en ég borða samt alltaf ost í öll mál og brauð :D
- ég er byrjuð að skilja mikið hér á heimilinu í samræðunum ehhe ;D.
-það kommenta mjög margir á hvað neglurnar mínar eru flottar  .. það er gaman .
- það er kallt á morgnana en sjóðandi heitt um daginn... rosa erfitt að velja föt á morgnana :(..
-krakkaarnir fá heimavinnu i öllum tímum :O.. ég þarf ekki að gera hana hah ..
-maturinn hérna er rosa góður.
-ég er ekkert að ná að tana ;(...
-allir skórnir mínir eru að detta í sundur áðan var ég að líma einn með límbandi til að ahann haldist út vikuna hah :D
- Þar sem ég bý er alveg fáranlega flott útsíni :d.


komið nóg í bili :D
-íris kamilla :D

2 comments:

  1. hahaha!

    Líma þá til að þeir haldist út vikuna? Ertu ekki búin að fá sendinguna?

    En skemmtilegt blogg og haltu áfram að skemmta þér :)

    kv
    Gunnhildur Jódís

    ReplyDelete
  2. Hhahah, 18 eðlur, ég væri svo að telja líka :)

    Farðu nú og keyptu þér bara skó!!!

    Flott blogg,

    kveðja,
    Sigrún

    ReplyDelete