já það er nú liðinn meira enn mánuður síðan ég bloggaði seinast og eg er buinn að gera ansi margt síðan og svo er ég buinn að vera í meira en 3 mánuði hér í frakklandinu 100 daga þetta er svo roooosalega fljótt að líða og svo eru jólin bara eftir nokkra daga en ég er nú bara hress yfir því ;D
ohh hvar á ég að byrja ég er búinn að gera svo mikið á seinasta 1 og 1/5 mánuði haha þannig þett blogg verður bara ein stór klessa ekkert í neinni rosa spes röð :D
1. nóvember: var semsagt saint's day og við fórum í einhvern bæ uppí fjöllum og við fórum í fjölskyldu boð og við fórum í kirkju sem var rosa gaman og eftir að presturinn var búinn að tala þá fórum við í kirkjugarðinn og presturinn talaði eithvað meria og þessi kirkjuferð var bara klukkutími rosa spes en gaman að upplifa þetta .:D !!! ... allur dagurinn var bara í fjölskylduboðinu :D síðan fórum við heim kl svona 7 og þegar við vorum alveg að koma þá föttuðum við að bíllin var að vera bensínlaus og við fórum næstum allaleið til baka sem var pinu pirrandi en það var alltigóðu :D og svo fórum við bara heim að borða og þetta var semsagt seinasti dagurinn af fríinu þannig að ég fór bara snemma að sofa :D!!
skólinn
okey það sem ég er buinn að vera bralla uppá síðakastið er að ég er buinn að vera í skólanum í mánuð frá seinasta fríi og það er bara rosaa gaman í skólanum nema það að ég skil ennþá ekki það mikið(skil stundum alveg nokkur orð og svona en alldrei nóg í að ég fatti samhengið :D).. útaf það tala allir kennararnir svoo rosalega hratt en ég er bara með einnkunir úr ensku og ítölsku og íþróttum og spænsku .. meðaleinkunin mín í þeim 4 áföngum er 11.8 af 20 sem er bara fínnt meðað við að ég var hærri en nokkrir í bekknum en þau fá einkunnir í öllu þannig að auðvitað er það hærra með bara nokkrun einkunnum ;D! haha en varðandi vinina og annig þá er roosa gaman í skólanum og ég á bara tvo daga eftir og svo fer ég i jólafrí ;D!!!
fyrsta helgin eftir frí var afs helgi og það var alveg fáránlega gaman og við öll rosa happy að hitta hvort annað... skiptinemavinirnir eru bestir finnst mér haha ..
ég vaknaði semsagt og kl 12 komu 4 stelpur og systir babette til okkar utaf hun er AFS kona og við borðuðum saman og svo fórum við á strætó stöðina og þá biðum við í hellidembu eftir nokkrum skiptinemum og svo fórum við á nokkra staði þar sem skiptinemarnir voru að bíða og svo keirðum við í alveg 1 og 1/5 tíma og loksins vorum við komin til romans þá fórum við út og löbbuðum aðeins og allir alveg klikkaðir með myndavélarnar að grípa tækifærið á að taka myndir en svo fórum við á vatns safnið það er semsagt vatn frá öllum heiminum þar og við gerðum ansi margt þar meðal annars sáum mynd um vatn og við smökkuðum 3 vötn og það var rosa spes hvernig konan lísti öllu þessu ..... útaf þetta var allt bara vatn og smakkaðist allt eins fyirir mér hah ;D!
En eftir vatnssafnið þá fórum við í rútuna og við keirðum í svarta mirkri á einhverjum roooosa mjóum veg sem betur fer var allt dimmt ég er alveg fáranlega rútuhrædd..og hvað þá þegar vegurinn er mjór en þegar við komum loksins í fína skíðaskálaan þá fórum við semsagt í bingó (lotto) þegar maður fékk bingó þá átti maður að öskra kind hahahha :D en það hjálpaði mér að læra tölurnar á frönsku þó að ég náði bara ekki að festa 50 í hausnum mínum ég spurði alltaf hvað það var ahah..
svo var bara frítími til kl 12 og það var rosa gaman við vorum aðalega bara tala og spila :D :D
Á sunnudeginnum þá vöknuðum við kl 8 og fórum í morgunmat ... ekki allir ánægðir með þennan tíma hah :D en svo fórum við í svona smá göngutúr og ég og 7 aðrir skiptinemar vorum að taka myndir og spjalla og það var alveg fáranlega mikil þoka þannig að við tíndumst og við vissum ekkert hvert allir fóru og það var rosalega gaman samt ... en við hringdum í AFS stjórnanda og sögðum að við hefðum tínst og því var reddað ;D og eftir þessa fínu göngu þá fórum við aftur í skálann og við fórum í mat og gengum frá dótinu okkar og svo eftir matin þá fórum við í alveg rosalega flottan hellir og þá þurftum við að keyra sama veg og daginn áður en það var ekki dimmt og þetta var alveg roosalega hræðilegt og svo að mæta bíl jésús ég var roosa hrædd.. skildi ekkert í því hvað allir voru poll rólegir en svo eftir hellirinn þá fóru allir heim til sín og loksins kom ég heim með rútunni og ég fór bara snemma að sofa eftir rosa góða helgi :D!!
á föstudeginum þá vikuna þá var 11 nóvember og þá var frídagur útaf því að þá var ww1 á enda komið þannig að þá fer enginn í skólan sem mér fannst bara gaman .. og deginum áður vaar svona eiginlega .. heillað hermennina en þá komu einhverjir gamlir kallar og töluðu eithvað en ég skildi ekki neitt upp né niður haha ;D en svo um kvöldið komu vinir laurine í heimsókn og þau plönuðu afmæli hjá vinum sínum sem var 18 nóv :D..
á laugardeginnum þá fór ég með laurine og 2 vinkonum hennar til valence og þær keiptu gjafir handa vinunum sem voru með veisluna 18 nóv .. og svo á sunnudeginnum þá átti Isabelle afmæli og við fórum í næsta bæ og við fórum á grín leikrit sem ég skildi ekki mikið í hah ;D!! en það var rosa gaman samt :D..
vikurnar eru bara frekar mikil rútína þannig að ég nenni ekki að segja frá þeim nema eithvað spennandi gerist eins og einn daginn þá lét ég í þvottavél og ég beið og loksins þega þetta var búið þá náði ég í þetta en það var allt rennandi blaut og ég hugsaði bara æhh ég vindi þetta og hengi bara upp í mínu herbergi þannig að ég hengdi upp og þá þegar ég var að fara sofa þá var bara eins og ég væri í útileigu í hellidembu ég heirði bara dropast á gólfið útaf það var allt svooo rosalega blautt en eg snillindgurinn fann handklæði og lét undir það og vonaði bara að þetta mundi þorna en daginn eftir var þetta ekkiert þornað næstum og ég fór til arlebosc og það tók þvottinn minn heila viku að þorna .... ég held að ég sé ekki gerð fyri þetta rugl ahha :D!!
helglina eftir á föstudeginnum eftir skóla þegar við komum heim til arlebosc spurði Isabelle hvort ég vildi koma með þeim til empuranny og mála okkur og við fórum og það var rosa gaman og ég málaði mig glamur.. :D!! og mér fannst þetta enda rosa vel en eftir að við vorum bunar að mála okkur þá fórum við heim sem var kl 12 og eg fór bara beinnt að sofa :D!
á laugardeginnum þá var afmælið hjá jeremy og nelly(nelly er besta vinkona laurine og jeremy er i vinahopnum hennar :D) og um kvoldið fórum við til arlebosc öll saman rosalega gaman og það eru myndir á facebook af þessu ef þiið eruð ekki buinn að skoða :D!!
á sunnudeginum fórum ég laurine og isabelle í bíó í Tournon(skólabærinn minn ) á mydnina intouchables sem var á frönsku og þetta var rosa góð mynd þó ég skildi nú ekki neitt í henni ahha :D og eftirá fórum við á mcdonalds :D!!
Á þriðjudeginnum 22 nóv þá buðu skiptinemarnir mér út að borða pizzu og ís í hádeginu og það var alveg roooosa gaman :D! og laura og eliza sætu gáfu mér súkkulaði í ammó gjöf :D
Þann 23 nóvember átti ég sko afmæli og það var gg gaman og það voru allir að segja til hammingju með daginn (bara úaf ég var að segja öllum vikuna áður að ég ættti nú afmæli i næstu viku ahha ) og eftir skóla þá fór ég til Arlebosc og ég gerði ekkert i 2-3 tíma en svo fór ég á skype með fjölskyldunni minni og ég opnaði pakkan minn sem kom í pósti og það var gg gaman .. og svo kl 7 þá kom isabelle og sagði að það væri matur þannig að ég hætti að tala við ma og pa og sysurnar og ég fór framm og þar biðu mín nokkrir pakkar sem var roooooosa gaman útaf ég elska pakka ;D!!!!! og ég fékk rosa flott armband frá Sebastien og aurelie kærustunni hans og frá isabelle og laurine fékk ég ótrúlega þægilega inniskó og rosa flottan svona handklæðaslopp með nafninu mínu á ég var alveg rooosa ánægð :D!!! og svo borðuðum við og fengum köku og ég gaf þeim íslenskt nammi :D!
Daginn eftir eftir skóla þá hélt ég uppá ammælið mitt aftur og ég bakaði köku hjá babette og svo borðuðum við og hún gaf mér bók til að skrifa frönskuna mína í og súkkulaði kassa (hann var stútaður á nokkrum dögum ...) og svo fór ég bara sofa eftir langan dag :D
Föstudeginnum var ég búinn að vera í frakklandi í 3 mánuði þetta er alveg fáranlega fljótt að líða ár er ekki neitt ....
Þar seinustu helgi þá fórum við í hádegismat til vinkonu isabelle en við enduðum með því að borða kvöldmat (kl 12) og svo fórum við heim eftir rosa langan dag kl 1 og ég var fáranlega þreitt
sunnudagurinn fórum við í mat til ömmunar sem var bara rosa gaman .. :D
seinustu helgi þá fórum við í mat til hinnar ömmunar og við fórum í göngutúr og margt og svo fórum við bara heim kl 6
Seinasta sunnudag fórum við til LYON á fete de lumniér.. sem var fáranlega gaman og við fórum í mollið sem er riiiisa stórt og vorum þar í 4 tíma ég reindi að versla einhverjar jólagjafir en það virkaði ekki hah :S en svo eftir það kl 5 fórum við í miðbæinn og ég og isabelle og vinkona hennar vorum bara að labba útum allt .. konar myndir af þessu og það er alveg rooosalega flott í lyon og vá ég fór í flottustu kirkju í heimi :O það var meirisegja svona vél að ef þú mundir láta 2 evrur þá gastu fengið einhverja medalíu um að þú hafir komið í þessa kirkju útaf hún er heimsfræg eða eithvað svoleiðis haha .. og um kl svona 8 þá fórum við að borða og ég fékk mér gg gott sallat og svo nautakjöt með piparsósu.. og svo í eftirétt crém caramel .. mjög góður matur og svo kl 10 þá voru nelly og laurine búnar á tónleikum sem þær fóru á þannig að þær náðu í okkur og við fórum heim til arlebosc :D !!!
Svo er ég að fara til lyon með laurine í 2 næstur á þriðjudaginn ;D!! .. vonadi blogga ég bara strax eftri það þá er ég líka kominn í frí og hef ekkert að gera hah ;D!!
- á föstudeginum sienasta fórum við í leikhús .. haha ég skildi ekkert í neinu .... ekki heldur hinir krakkarnir þannig að ég er góð :D!
-endlilega kíkið á allar nýju myndirnar á facebook og ps ... endlilega kommenta það er rosa leiðinlegt að blogg gg lnagt og fá 4 komment ... þó að ég þekki þig ekki neitt þá máttu sko alveg kommenta og kommentið má vera bara ég las ;D!! en já ég hef það bara suuuper gott og bið að heilsa öllum :D!! haha
gott í bili
iris kamilla <3